Verkstæðisþjónusta Vélaborgar

Á verkstæði Vélaborgar  starfar góður hópur viðgerðarmanna með breiða þekkingu á öllum verkum sem viðkoma viðgerðum á vinnuvélum, atvinnubifreiðum og landbúnaðartækjum.
Verkstæðið er búið fullkomnum tækjum til bilanagreiningar og viðgerða á öllum þeim vörumerkjum sem VB Vörumeðhöndlun fer með umboð fyrir.  Verkstæði okkar sinnir einnig öllum þjónustu og ábyrgðarviðgerðum á þeim vörumerkjum sem VB Landbúnaður eru umboðsaðilar fyrir (að undanteknum mjaltaþjónum) ásamt því að vera þjónustuverkstæði Renault Trucks á höfuðborgarsvæðinu.
Verkstæðið hefur til ráðstöfunar sérbúnar þjónustubifreiðar til þjónustu á tækjum sem eru erfið í flutningi eða eru staðsett langt frá okkur.

Hjá okkar færðu alhliða þjónustu- og smur fyrir sendibíla, vörubíla, rútur, vinnuvélar, lyftara, krana, landbúnaðartæki og almenn atvinnu- / iðnaðartæki. Við gerum tilboð í alla almenna þjónustu sem og flóknari viðgerðir.

Afgreiðslutími verkstæðis er:
mánudaga – fimmtudaga 07:30 – 17:00
föstudaga  07:30 – 15:30

Beinn sími verkstæðismóttöku er: 414 8645

Vélaborg ehf

Krókháls 5F | 110 Reykjavík
Sími: +354 414 8600 | velaborg@velaborg.is

Opnunartímar


Verslun og söludeild, Krókhási 5F (Járnhálsmegin)

mán-fim 8.00-17.00 en 8:00-16:00

Þjónustuverkstæði Völuteig 21, Mosfellsbæ

mán-fim 8-16, fös 8-15.30

Vélaborg