Umhverfis- og öryggisstefna

Það er stefna Vélaborgar að öryggi starfsmanna sé forgangsmál.

Sama gildir um aðra sem koma að starfsemi félagsins, þ.e. starfsmenn verktaka, gesti eða aðra.

Einnig er það stefna félagsins að starfsemin valdi ekki skaða á umhverfinu.

Starfsmenn skulu ávallt starfa í samræmi við viðeigandi vinnuferla, lög og reglur um öryggi og verndun umhverfisins. Starfsmenn skulu vernda sjálfa sig, samstarfsmenn sína, farþega, vörur sem félaginu er trúað fyrir, búnað og umhverfi fyrir skaða.

Megin markmid

  • Að vinnuaðstaða starfsmanna sé örugg og heilsusamleg
  • Að reksturinn sé í samræmi vid landslög, alþjóðareglur og samþykktir og aðra viðeigandi og viðurkennda staðla og viðmiðanir

Þessum markmiðum er ætlunin að ná með eftirfarandi aðgerðum:

  • Að ákvarða og æfa viðbrögð við skilgreindri hættu.
  • Stuðla að öruggum vinnuaðferdum og vinnuumhverfi
  • Viðhalda öryggisvitund, sjálfsaga og ábyrgðartilfinningu starfsmanna með adstoð skipulagðs og skjalfests þjálfunarkerfis
  • Auka hæfni starfsmanna í öryggismálum med fræðslu og þjálfun
  • Halda starfsmönnum upplýstum um áhættuþætti í rekstri sem snerta þá sjálfa, samstarfsmenn og/eða umhverfið
  • Tryggja samræmi milli skráðra vinnuferla og raunverulegra vinnubragða hverju sinni með innri athugunum og eftirliti
  • Fylgjast med lögum og reglum, stöðlum og viðurkenndum viðmiðunum sem eiga við þá starfsemi sem félagið er með og tryggja að unnið sé í samræmi við það

Vélaborg ehf

Völuteigur 21 | 270 Mosfellsbær
Sími: +354 414 8600 | velaborg@velaborg.is

Opnunartímar


Verslun og söludeild, Völuteig 21, 270 Mosfellsbær

mán-fim 8.30-17.00 en Föstudagar 8:30-16:00

Þjónustuverkstæði Völuteig 21, Mosfellsbæ

mán-fim 8:00-16:00, fös 8-15.30

Vélaborg